Spánn er ekki í fjárhagsvanda 18. júní 2010 04:30 José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók undir það, að Spánn eigi ekki í vanda. Um það séu allir 27 leiðtogar Evrópusambandslandanna sammála: „Við teljum engan vanda vera á ferðinni, og það er sameiginleg greining okkar allra." Seðlabanki Spánar ákvað á miðvikudag að allar helstu fjármálastofnanir landsins skuli ganga í gegnum áreynslupróf. Það próf verði gagnsætt og niðurstöðurnar gerðar opinberar. Á leiðtogafundi ESB í gær sagði Zapatero að orðrómur hafi verið í alþjóðlegum fjölmiðlum um að Spánn stæði illa fjárhagslega. Þetta væri rangt. Fjölmiðlar og fjármálamarkaðurinn ættu að hlusta frekar á spænsk stjórnvöld í stað þess að eltast við óstaðfestar fréttir. „Leiðtogafundurinn samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara sömu leið og spænski seðlabankinn ákvað að fara. Allar helstu fjármálastofnanir aðildarríkjanna 27 verða settar í áreynslupróf. Það ferli verður opið og niðurstöðurnar gerðar opinberar," sagði spænski forsætisráðherrann. Niðurstöður þessa áreynsluprófs ættu að liggja fyrir seinni partinn í júlí. Zapatero á fund með Dominique Straus-Khan, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag. Þegar hann var spurður hvort tilgangur fundarins væri að leita aðstoðar sjóðsins sagði hann að um reglubundinn samráðsfund væri að ræða. „Enda hefur Spánn allt frá upphafi kreppunnar ekki þurft að leggja fjármálastofnunum til stórar fjárhæðir eins og mörg önnur ríki hafa þurft að gera, nema í undantekningartilfellum varðandi nokkur mjög smá fjármálafyrirtæki. Þvert á móti hefur Spánn lagt öðrum þjóðum eins og Grikkjum lið með fjárframlögum," sagði Zapatero í Brussel í gær. - hmp Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók undir það, að Spánn eigi ekki í vanda. Um það séu allir 27 leiðtogar Evrópusambandslandanna sammála: „Við teljum engan vanda vera á ferðinni, og það er sameiginleg greining okkar allra." Seðlabanki Spánar ákvað á miðvikudag að allar helstu fjármálastofnanir landsins skuli ganga í gegnum áreynslupróf. Það próf verði gagnsætt og niðurstöðurnar gerðar opinberar. Á leiðtogafundi ESB í gær sagði Zapatero að orðrómur hafi verið í alþjóðlegum fjölmiðlum um að Spánn stæði illa fjárhagslega. Þetta væri rangt. Fjölmiðlar og fjármálamarkaðurinn ættu að hlusta frekar á spænsk stjórnvöld í stað þess að eltast við óstaðfestar fréttir. „Leiðtogafundurinn samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara sömu leið og spænski seðlabankinn ákvað að fara. Allar helstu fjármálastofnanir aðildarríkjanna 27 verða settar í áreynslupróf. Það ferli verður opið og niðurstöðurnar gerðar opinberar," sagði spænski forsætisráðherrann. Niðurstöður þessa áreynsluprófs ættu að liggja fyrir seinni partinn í júlí. Zapatero á fund með Dominique Straus-Khan, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag. Þegar hann var spurður hvort tilgangur fundarins væri að leita aðstoðar sjóðsins sagði hann að um reglubundinn samráðsfund væri að ræða. „Enda hefur Spánn allt frá upphafi kreppunnar ekki þurft að leggja fjármálastofnunum til stórar fjárhæðir eins og mörg önnur ríki hafa þurft að gera, nema í undantekningartilfellum varðandi nokkur mjög smá fjármálafyrirtæki. Þvert á móti hefur Spánn lagt öðrum þjóðum eins og Grikkjum lið með fjárframlögum," sagði Zapatero í Brussel í gær. - hmp
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira