Hagnaður HSBC, stærsta banka í Evrópu, nam 11.1 milljarði sterlingspunda á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn nemur um 2100 milljörðum íslenskra króna.
Hlutabréf í bankanum hækkuðu um 3% í viðskiptum í morgun , eftir að þessi rekstrarniðurstaða var kynnt. Breska blaðið Daily Telegraph segir á vef sínum að flestir sérfræðingar hafi gert ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta yrði um 9 milljarðar evra fyrir skatta.
Sérfræðingar HSBC bankans búast við því að hagvöxtur verði hægur í mörgum Evrópuríkjum en horfa bjartari augum til annarra ríkja, á borð við Kína, þar sem markaðir hafa verið vaxandi.

