Aðeins Írland með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland 20. nóvember 2010 09:00 Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Fjallað er um fjármagnstekjuskatt í Evrópulöndum á Market Watch vefsíðu The Wall Street Journal. Þar kemur fram að þessi skattur liggur yfirleitt á bilinu frá rúmlega 20% til rúmlega 30%. Hvað Norðurlöndin varðar er fjármagnstekjuskatturinn 25% í Danmörku, 26% í Svíþjóð og Finnlandi og 28% í Noregi. Hæsti fjármagnsskatturinn er í Frakklandi eða rúm 34% og í Belgíu eða tæp 34%. Í Þýskalandi er skatturinn rúm 30% og á Spáni slétt 30%. Lægsti fjármagnstekjuskatturinn, fyrir utan Írland og Ísland, er í Tékklandi og Portúgal eða 19%. Af öðrum þjóðum má nefna að í Bretlandi er fjármagnstekjuskatturinn 28% og í Sviss rúmlega 21%. Til samanburðar má svo nefna að fjármagnstekjuskattur í Bandaríkjunum er rúmlega 39%. Er þá tekinn saman alríkisskatturinn (32,7%) og meðaltalið af þeim fjármagnstekjuskatti sem einstök ríki taka (6,4%). Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðeins Írland er með lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland af Evrópuþjóðum og munar nokkru þar sem skatturinn er 12,5% á Írlandi en 18% hérlendis. Talið er að Írar muni þurfa að hækka fjármagnstekjuskatt sinn töluvert í komandi samningaviðræðum við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð fyrir Írland. Fjallað er um fjármagnstekjuskatt í Evrópulöndum á Market Watch vefsíðu The Wall Street Journal. Þar kemur fram að þessi skattur liggur yfirleitt á bilinu frá rúmlega 20% til rúmlega 30%. Hvað Norðurlöndin varðar er fjármagnstekjuskatturinn 25% í Danmörku, 26% í Svíþjóð og Finnlandi og 28% í Noregi. Hæsti fjármagnsskatturinn er í Frakklandi eða rúm 34% og í Belgíu eða tæp 34%. Í Þýskalandi er skatturinn rúm 30% og á Spáni slétt 30%. Lægsti fjármagnstekjuskatturinn, fyrir utan Írland og Ísland, er í Tékklandi og Portúgal eða 19%. Af öðrum þjóðum má nefna að í Bretlandi er fjármagnstekjuskatturinn 28% og í Sviss rúmlega 21%. Til samanburðar má svo nefna að fjármagnstekjuskattur í Bandaríkjunum er rúmlega 39%. Er þá tekinn saman alríkisskatturinn (32,7%) og meðaltalið af þeim fjármagnstekjuskatti sem einstök ríki taka (6,4%).
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira