Vandi götunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. janúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun