JP Morgan fær risasekt í Bretlandi 3. júní 2010 10:44 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira