Þú ert í hættu! Sigurður Árni Þórðarson skrifar 14. desember 2010 05:15 Jólasveinar eru á sveimi. Íslensku jólasveinarnir eru fullkomin andstæða hinna erlendu og rauðklæddu sánkti Kláusa. Íslensku sveinarnir gáfu ekkert. Þeir voru bófar, þrjótar og meira að segja dýraníðingar. Þeir tóku það, sem fólk þurfti að nota til að lifa. Þegar gaurarnir höfðu lokið spellvirkjum sínum kom síðasti jólasveinninn. Manstu hver hann var og hvaða hlutverk hann hafði? Það var að stela ljósinu úr húsinu. Við getum túlkað það svo, að eftir illvirki bræðra hans hafi Kertasníkir gert hinstu tilraun til að hindra jólakomuna og eiginlega stela jólunum. Ljósið kemur með jólunum. Ljóslaus jól eru mistök, engin jól. Myrk jól eru merkingarleysa. Fólk fyrri tíðar var ekki kjánar, sem trúðu blint á ævintýri. Sögur um sveinana voru sagðar til að miðla þeim mikilvæga vísdómi, að allir verði að gæta sín, að við ættum að passa okkur. Þetta voru kennslusögur til að minna á, að sótt væri að dýrum, vinnu, stofnunum, lífsviðurværi og heimilum. Jafnvel sálarlífi fólks er hætt. Fólk ætti að gæta sín og sinna. Skilaboðin voru skýr: Þú ert í hættu! Fjöldi jólasveina var breytilegur. Hversu margir jólasveinarnir eru á Íslandi núna? Fleiri en þú hyggur. Jólasveinarnir eru gráðugir og vilja ná af okkur því góða, sem við njótum og höfum að láni. Þeir vilja líka skemma þann samfélagsvef, sem við höfum byggt upp og búum. Þegar reynt er að plata okkur til að sóa eða hafa af öðrum eru jólasveinar á ferð. Þeir vilja eyðleggja vinnu okkar og öryggi. Þeir ógna og valda kvíða. Íslenskur efnahagur hrundi vegna jólasveina. Fjöldi fólks hefur liðið vegna spellvirkja af jólasveinataginu. Jólasveinar eru í opinberri stjórnsýslu líka, í pólitík, í íþróttafélögum, á vinnustöðum nærri þér, í trúfélögum og góðgerðastofnunum, í þínu húsi. Góð heimili og góðgerðafélög eru í sérstöku uppáhaldi jólasveina. Þangað leita þeir og þykjast góðir. Allir eru í hættu. Allir geta breyst í jólasveina því í okkur býr geta til umbreytingar. Aðeins vilji til góðs er haldgóð vörn. Þann vilja þarf að stæla með ákvörðun, æfingum og lífsafstöðu. Spyrðu þig reglulega: Er ég jólasveinn? Er hann innan í mér? Já, hvar leitar þú hamingju? Hver eru viðmið þín, gildi, lífshættir, vonir og þrá? Þeir bræður eru á ferðinni allt árið: Þar sem menn eru þar eru jólasveinar! Hver ert þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Jólasveinar eru á sveimi. Íslensku jólasveinarnir eru fullkomin andstæða hinna erlendu og rauðklæddu sánkti Kláusa. Íslensku sveinarnir gáfu ekkert. Þeir voru bófar, þrjótar og meira að segja dýraníðingar. Þeir tóku það, sem fólk þurfti að nota til að lifa. Þegar gaurarnir höfðu lokið spellvirkjum sínum kom síðasti jólasveinninn. Manstu hver hann var og hvaða hlutverk hann hafði? Það var að stela ljósinu úr húsinu. Við getum túlkað það svo, að eftir illvirki bræðra hans hafi Kertasníkir gert hinstu tilraun til að hindra jólakomuna og eiginlega stela jólunum. Ljósið kemur með jólunum. Ljóslaus jól eru mistök, engin jól. Myrk jól eru merkingarleysa. Fólk fyrri tíðar var ekki kjánar, sem trúðu blint á ævintýri. Sögur um sveinana voru sagðar til að miðla þeim mikilvæga vísdómi, að allir verði að gæta sín, að við ættum að passa okkur. Þetta voru kennslusögur til að minna á, að sótt væri að dýrum, vinnu, stofnunum, lífsviðurværi og heimilum. Jafnvel sálarlífi fólks er hætt. Fólk ætti að gæta sín og sinna. Skilaboðin voru skýr: Þú ert í hættu! Fjöldi jólasveina var breytilegur. Hversu margir jólasveinarnir eru á Íslandi núna? Fleiri en þú hyggur. Jólasveinarnir eru gráðugir og vilja ná af okkur því góða, sem við njótum og höfum að láni. Þeir vilja líka skemma þann samfélagsvef, sem við höfum byggt upp og búum. Þegar reynt er að plata okkur til að sóa eða hafa af öðrum eru jólasveinar á ferð. Þeir vilja eyðleggja vinnu okkar og öryggi. Þeir ógna og valda kvíða. Íslenskur efnahagur hrundi vegna jólasveina. Fjöldi fólks hefur liðið vegna spellvirkja af jólasveinataginu. Jólasveinar eru í opinberri stjórnsýslu líka, í pólitík, í íþróttafélögum, á vinnustöðum nærri þér, í trúfélögum og góðgerðastofnunum, í þínu húsi. Góð heimili og góðgerðafélög eru í sérstöku uppáhaldi jólasveina. Þangað leita þeir og þykjast góðir. Allir eru í hættu. Allir geta breyst í jólasveina því í okkur býr geta til umbreytingar. Aðeins vilji til góðs er haldgóð vörn. Þann vilja þarf að stæla með ákvörðun, æfingum og lífsafstöðu. Spyrðu þig reglulega: Er ég jólasveinn? Er hann innan í mér? Já, hvar leitar þú hamingju? Hver eru viðmið þín, gildi, lífshættir, vonir og þrá? Þeir bræður eru á ferðinni allt árið: Þar sem menn eru þar eru jólasveinar! Hver ert þú?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun