Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 10:00 Magnús Þór Gunnarsson. Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira