Setja milljarða inní grískt hagkerfi 18. nóvember 2010 06:00 Grikkir ganga í gegnum miklar þrengingar og hafa orðið að skera niður í ríkisbúskapnum. Það fer ekki vel í landsmenn. Fréttablaðið/AP Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira