Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna 14. júní 2010 07:17 Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Ekstra Bladet birti viðamikla úttekt á þessari þróun í helgarblaði sínu. Þar eru tekin nokkur dæmi og má þar meðal annars nefna Sören Eriksen forstjóra DSB eða dönsku járnbrautanna. Launhækkun Eriksen á síðasta ári nam næstum einni milljón danskra króna eða tæplega 20 milljónum króna. Á sama tíma rak hann 231 af starfsmönnum DSB í nafni nauðsynlegrar hagræðingar. Annað dæmi er Helge Israelsen forstjóri danska póstsins. Hann rak 350 starfsmenn í fyrra á sama tíma og hann sjálfur fékk tæplega 9 milljónir danskra króna eða 180 milljónir króna í laun og hlunnindi á seinni hluta síðasta árs. Þetta samsvarar því að hann hafi haft laun á við 70 bréfbera á hverjum degi. Af öðrum fyrirtækjum þar sem svipuð þróun hefur verið upp á teningnum má nefna Dong, Carlsberg, Vestas og Kastrupflugvöll. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Ekstra Bladet birti viðamikla úttekt á þessari þróun í helgarblaði sínu. Þar eru tekin nokkur dæmi og má þar meðal annars nefna Sören Eriksen forstjóra DSB eða dönsku járnbrautanna. Launhækkun Eriksen á síðasta ári nam næstum einni milljón danskra króna eða tæplega 20 milljónum króna. Á sama tíma rak hann 231 af starfsmönnum DSB í nafni nauðsynlegrar hagræðingar. Annað dæmi er Helge Israelsen forstjóri danska póstsins. Hann rak 350 starfsmenn í fyrra á sama tíma og hann sjálfur fékk tæplega 9 milljónir danskra króna eða 180 milljónir króna í laun og hlunnindi á seinni hluta síðasta árs. Þetta samsvarar því að hann hafi haft laun á við 70 bréfbera á hverjum degi. Af öðrum fyrirtækjum þar sem svipuð þróun hefur verið upp á teningnum má nefna Dong, Carlsberg, Vestas og Kastrupflugvöll.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira