Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Friðrik Indriðason skrifar 7. júní 2010 10:36 Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. Hið mikla fall evrunnar gagnvart dollaranum á liðnu ári á sér einkum skýringar í skuldakreppu þeirri sem hrjáir þjóðirnar í suðurhluta Evrópu. Á móti má benda á að fallið kemur þessum þjóðum hvað mest til góða enda dregur það úr þörf þeirra á launalækkunum og eykur tekjur útflutningsgreina, það er þess útflutnings sem fer út úr evrusvæðinu. Evran féll um 2,5% í síðustu viku og fór undir 1,20 á móti dollaranum. Hefur evran ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í marsmánuði 2006. Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni er hinsvegar bent á að gengi evrunnar sé ennþá hærra en það var mánudagin 4. janúar 1999 þegar fyrstu viðskipti með þessa mynt áttu sér stað. Skiptar skoðanir eru meðal þungaviktarmanna í efnahagsmálum. Þannig segir Paul Volcker fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna að vaxandi skuldakreppa Evrópuþjóða geti leitt til þess að evrumyndbandalag 16 þjóða leggi upp laupana. Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans er á annarri skoðun og segir að evrann haldi gildi sínu á „merkilegan hátt". Þá hafa sérfræðingar hjá bæði Goldmans Sachs og Morgan Stanley sagt að stjórnvöld á evrusvæðinu taki því fagnandi að evran hefur veikst svo mikið sem raun ber vitni. Slíkt auki verðmæti útflutningsvöru þeirra. Hinn þekkti hagfræðiprófessor Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Roubini segir að áframhaldandi veiking evrunnar niður að pari á við dollarann geti bjargað framtíð hennar. Veik evra muni aðstoða þjóðir á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu að auka samkeppnishæfni sína á nýjan leik. Francois Fillon forsætisráðherra Frakklands er á sömu skoðun og Roubini. „Ég held áfram að segja að ég sé góðar fréttir í núverandi stöðu evrunnar gagnvart dollaranum," segir Fillon. „Við forsetinn (Sarkozy innsk. blm.) höfum sagt árum saman að staða evrunnar gagnvart dollaranum væri ekki í samræmi við raunveruleikann og væri að skaða útflutningsgreinar okkar." Sophia Drossos yfirmaður alþjóðlegra gjaldmiðlaskipta hjá Morgan Stanley segir að evran sé ekki veik. „Það er erfitt fyrir mig að sjá vitið í því að seðlabankastjórar hafi áhyggjur af því að þurfa að styðja við evruna þegar hún er ekki veik ef litið er á raungengi hennar til lengri tíma," segir Drossos. Um evruna gilda nokkuð sömu lögmál og íslensku krónuna þegar kreppir að í efnahagslífinu. Veiking á gjaldmiðlinum styrkir undirstöður útflutningsgreina og gerir lönd samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Því er fráleitt að tala um að andlát evrunnar sé framundan eins og haldið var fram í blaðinu Telegraph um helgina. Fáir sem nota evru hafa miklar áhyggjur af því að hún hefur veikst mikið. Flestir telja raunar að veikingin sé hið besta mál í stöðunni. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. Hið mikla fall evrunnar gagnvart dollaranum á liðnu ári á sér einkum skýringar í skuldakreppu þeirri sem hrjáir þjóðirnar í suðurhluta Evrópu. Á móti má benda á að fallið kemur þessum þjóðum hvað mest til góða enda dregur það úr þörf þeirra á launalækkunum og eykur tekjur útflutningsgreina, það er þess útflutnings sem fer út úr evrusvæðinu. Evran féll um 2,5% í síðustu viku og fór undir 1,20 á móti dollaranum. Hefur evran ekki verið veikari gagnvart dollar síðan í marsmánuði 2006. Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni er hinsvegar bent á að gengi evrunnar sé ennþá hærra en það var mánudagin 4. janúar 1999 þegar fyrstu viðskipti með þessa mynt áttu sér stað. Skiptar skoðanir eru meðal þungaviktarmanna í efnahagsmálum. Þannig segir Paul Volcker fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna að vaxandi skuldakreppa Evrópuþjóða geti leitt til þess að evrumyndbandalag 16 þjóða leggi upp laupana. Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópubankans er á annarri skoðun og segir að evrann haldi gildi sínu á „merkilegan hátt". Þá hafa sérfræðingar hjá bæði Goldmans Sachs og Morgan Stanley sagt að stjórnvöld á evrusvæðinu taki því fagnandi að evran hefur veikst svo mikið sem raun ber vitni. Slíkt auki verðmæti útflutningsvöru þeirra. Hinn þekkti hagfræðiprófessor Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Roubini segir að áframhaldandi veiking evrunnar niður að pari á við dollarann geti bjargað framtíð hennar. Veik evra muni aðstoða þjóðir á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu að auka samkeppnishæfni sína á nýjan leik. Francois Fillon forsætisráðherra Frakklands er á sömu skoðun og Roubini. „Ég held áfram að segja að ég sé góðar fréttir í núverandi stöðu evrunnar gagnvart dollaranum," segir Fillon. „Við forsetinn (Sarkozy innsk. blm.) höfum sagt árum saman að staða evrunnar gagnvart dollaranum væri ekki í samræmi við raunveruleikann og væri að skaða útflutningsgreinar okkar." Sophia Drossos yfirmaður alþjóðlegra gjaldmiðlaskipta hjá Morgan Stanley segir að evran sé ekki veik. „Það er erfitt fyrir mig að sjá vitið í því að seðlabankastjórar hafi áhyggjur af því að þurfa að styðja við evruna þegar hún er ekki veik ef litið er á raungengi hennar til lengri tíma," segir Drossos. Um evruna gilda nokkuð sömu lögmál og íslensku krónuna þegar kreppir að í efnahagslífinu. Veiking á gjaldmiðlinum styrkir undirstöður útflutningsgreina og gerir lönd samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Því er fráleitt að tala um að andlát evrunnar sé framundan eins og haldið var fram í blaðinu Telegraph um helgina. Fáir sem nota evru hafa miklar áhyggjur af því að hún hefur veikst mikið. Flestir telja raunar að veikingin sé hið besta mál í stöðunni.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira