Umfjöllum: KR-ingar settu í skotgírinn gegn nýliðum Hauka Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2010 22:31 Semaj Inge mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld. Mynd/Anton KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25
Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga