Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox vafrann, velti 104 milljónum bandaríkjadala á síðasta reikningsári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum íslenskra króna en tekjuaukningin nemur um 34% frá fyrra ári.
Í ársreikningnum, sem vísað er til að vefnum business.dk, kemur fram að stærstur hluti teknanna kemur frá fyrirtækjum sem halda úti leitarvélum. Einkum er þar um að ræða Google, sem á hlut í Firefox, en líka frá Yahoo og Yandex. Þá er hluti teknanna frá Amazon og eBay.
Þá námu útgjöld Mozilla 61 milljónum dala, eða tæpum 7 milljörðum króna, og er það aukning um 26%. Stærsti útgjaldaliðurinn var laun, en um 250 manns starfa hjá Mozilla og tengdum fyrirtækjum.
Samkvæmt árskýrslunni nota 400 milljónir manna Firefox og lætur nærri að af þeim noti 140 milljónir manna vafrann daglega.
Um 140 milljónir manna nota Firefox daglega
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent


Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent


Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent