Barnamenningarhús 29. apríl 2010 08:59 Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar