Bandaríska álfélagið Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, sýnir nú aftur hagnað af rekstri sínum eftir mikið tap undanfarna ársfjórðunga.
Alcoa birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung ársins í gærkvöldi. Samkvæmt því nam hagnaður félagsins 136 milljónum dollara eða 17 milljörðum króna á fjórðungnum. Á sama tíma fyrir ári var 454 milljóna dollara tap af rekstri félagsins.
Ástæðan fyrir hagnaðinum nú er mikil aukning á álsölu félagsins meðal annars til bílaframleiðenda.