Atli Viðar: Fæ vonandi eitthvað að taka þátt í úrslitaleiknum núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2010 22:37 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Atli Viðar Björnsson fékk ekki að spila síðast þegar FH-ingar komust í bikaúrslitaleikinn en var þá í láni hjá Fjölni sem mætti FH í bikarúrslitaleiknum en fékk ekki leyfi til að spila leikinn. „Núna fæ ég vonandi að taka eitthvað þátt í bikarúrslitaleiknum. Það er frábært aðvera kominn í stærsta leik ársins og við hlökkum bara til," sagði Atli Viðar sem kom FH-ingum í 2-1 í 3-1 sigri á Víkingi úr Ólafsvík í kvöld. FH var í kvöld aðeins að komast í sinn annan bikarúrslitaleik á síðustu sex árum. „Við hefðum viljað vera miklu oftar í bikarúrslitaleiknum síðustu ár en það er þá bara ennþá skemmtilegra að vera komnir þangað núna," sagði Atli Viðar. Hann var ekkert alltof ánægður með leik FH-liðsins í kvöld. „Það var enginn glansi yfir þessu. Við vorum hræðilegir í fyrri hálfleik en þó skömminni skárri í seinni hálfleik án þess að vera spila einhvern glansfótbolta," sagði Atli Viðar sem hrósaði Víkingsliðinu. „Þetta er flott lið og þeir komu hingað til að gefa allt sem þeir áttu í leik sumarsins og hugsanlega leik ferilsins hjá einhverjum þeirra. Það er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en við hefðum vissulega getað gera okkur þetta auðveldara ef við hefðum látið boltann ganga hraðar og verið með meiri hreyfingu án bolta," sagði Atli Viðar. FH-liðið bætti sinn leik í seinni hálfeik og skoraði þá mörkin sem skildu á milli. „Heimir ræddi nokkra punkta í hálfleik og ég held að við höfum skánað í seinni hálfleiknum. Við náðum allavega að skora tvö mörk og halda markinu hreinu," segir Atli Viðar. Atla Viðari líst vel á framhaldið eftir að liðið fær smá frí eftir mikla leikjatörn. „Við erum á þokkalegu róli en við vitum að við getum betur. Við þurfum að ná úrslitum í næstu leikjum. Það kemur smá pása hjá okkur yfir verslunarmannahelgina en svo koma tveir verulega stórir leikir eftir hana. Við göngum hægt um gleðinnar dyr og verðum klárir í þá leiki," sagði Atli Viðar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira