OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann 10. september 2010 11:49 Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira