Ferðamönnum í Bretlandi mun fjölga um 300 þúsund á næsta ári, samkvæmt áætlunum VisitBritain, sem er bresk ferðamálastofnun.
Langflestir þeirra munu koma til Lundúna í apríl þegar Vilhjálmur krónprins gengur að eiga unnustu sína Kate Middleton. En VisitBritain hyggst þá fara í loftið með umfsvifamikið kynningarátak til að fjölga ferðamönnum eftir að brúðkaupið er afstaðið.
Gert er ráð fyrir að á næsta ári komi í heildina um 30 milljónir ferðamanna til Bretlands, samkvæmt því sem fram kemur á danska vefnum epn.dk.
Ferðamönnum fjölgar í Bretlandi
