ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði 18. maí 2010 13:01 Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.Bretar eru eina þjóðin innan ESB sem er mótfallin þessum áformum sambandsins. Málið getur haft mikla þýðingu fyrir fjármálakerfi Bretlands enda eru um 80% fjárfestingar- og vogunarsjóða Evrópu staðsettir í The City í London. Bretar óttast að með hertari reglum muni þessir sjóðir flytja höfuðstöðvar sínar annað t.d. til Sviss eða Miðausturlanda.Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að aðeins Tékkar hafi stutt við mótbárur Breta gegn samþykkt fjármálaráðherranna.Vitað var að Bretar væru mótfallnir þessum áformum hinna ESB landanna en fyrir fund fjármálaráðherranna um málið í dag sagði Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands að Bretar gætu ekkert aðhafst gegn sameiningu hinna ESB landanna í málinu. „Það er verulegur meirihluti sem óskar þess að þessi löggjöf gangi í gegn og telur hana nauðsynlega," segir Schäube.Margir telja að spákaupmennska af hálfu fjárfestingar- og vogunarsjóða eigi stóran þátt í fjármálakreppunni og því að gengi evrunnar hefur hríðfallið undanfarnar vikur. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.Bretar eru eina þjóðin innan ESB sem er mótfallin þessum áformum sambandsins. Málið getur haft mikla þýðingu fyrir fjármálakerfi Bretlands enda eru um 80% fjárfestingar- og vogunarsjóða Evrópu staðsettir í The City í London. Bretar óttast að með hertari reglum muni þessir sjóðir flytja höfuðstöðvar sínar annað t.d. til Sviss eða Miðausturlanda.Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að aðeins Tékkar hafi stutt við mótbárur Breta gegn samþykkt fjármálaráðherranna.Vitað var að Bretar væru mótfallnir þessum áformum hinna ESB landanna en fyrir fund fjármálaráðherranna um málið í dag sagði Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands að Bretar gætu ekkert aðhafst gegn sameiningu hinna ESB landanna í málinu. „Það er verulegur meirihluti sem óskar þess að þessi löggjöf gangi í gegn og telur hana nauðsynlega," segir Schäube.Margir telja að spákaupmennska af hálfu fjárfestingar- og vogunarsjóða eigi stóran þátt í fjármálakreppunni og því að gengi evrunnar hefur hríðfallið undanfarnar vikur.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira