Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum.
Þetta kom fram í fyrstu ræðu Kan frá því að hann tók við völdum í siðustu viku. Í ræðunni likti hann stöðu Japans við stöðu Grikklands.
Kan segir að fjárlagahallinn í Japans sé sá versti hvað iðnaðarþjóðirnar varðar. Japönsk stjórnvöld eru í í herferð innanlands til að fá Japani til að kaupa meira af ríkisskuldabréfum. Meðal slagorða þar eru að japanskar konur elski mest þá menn sem eiga ríkisskuldabréf.