Mannréttindi tryggð Eygló Harðardóttir skrifar 20. september 2010 06:00 Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar