Ísland nýtur góðs af lækkun færslugjalda Visa 8. desember 2010 14:05 Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá. Í frétt um málið á Reuters segir að samkomulagið sé lagalega bindandi og muni gilda næstu fjögur árin. Löndin sem hér um ræðir eru, auk Íslands, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía. Luxemborg, Malta, Holland og Svíþjóð. Framkvæmdastjórnin höfðaði mál gegn Visa Europe á síðasta ári þar sem hún taldi að með færslugjöldum sínum væri Visa að koma í veg fyrir samkeppni milli banka. Nú er búið að fella málssóknina niður en talið er að samkomulagið muni lækka færslugjöldin hjá kaupmönnum og neytendum um 30% til 60%. Visa Europe segir að breyting þesi muni auðvelda evrópskum neytendum að borga fyrir vörur utan heimalands síns. MasterCard lækkaði færslugjöld sín í apríl s.l. af sömu ástæðu og Visa gerir það núna. Hinsvegar hefur MasterCard leitað til dómstóla síðan til að fá lögformlega ákvörðun í málinu. Bæði þessi kortafyrirtæki gengu frá svipuðu samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum í október s.l. en þar voru þau einnig ákærð fyrir hringamyndun. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá. Í frétt um málið á Reuters segir að samkomulagið sé lagalega bindandi og muni gilda næstu fjögur árin. Löndin sem hér um ræðir eru, auk Íslands, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía. Luxemborg, Malta, Holland og Svíþjóð. Framkvæmdastjórnin höfðaði mál gegn Visa Europe á síðasta ári þar sem hún taldi að með færslugjöldum sínum væri Visa að koma í veg fyrir samkeppni milli banka. Nú er búið að fella málssóknina niður en talið er að samkomulagið muni lækka færslugjöldin hjá kaupmönnum og neytendum um 30% til 60%. Visa Europe segir að breyting þesi muni auðvelda evrópskum neytendum að borga fyrir vörur utan heimalands síns. MasterCard lækkaði færslugjöld sín í apríl s.l. af sömu ástæðu og Visa gerir það núna. Hinsvegar hefur MasterCard leitað til dómstóla síðan til að fá lögformlega ákvörðun í málinu. Bæði þessi kortafyrirtæki gengu frá svipuðu samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum í október s.l. en þar voru þau einnig ákærð fyrir hringamyndun.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira