Ögmundur Jónasson : ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Ögmundur Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun