Mengað til langframa 7. október 2010 00:00 Leðjan rauða Flaut yfir heilu þorpin. fréttablaðið/AP Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira