Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. ágúst 2010 10:51 Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun