Áfall fyrir Dani, landsframleiðsla dregst saman 28. febrúar 2011 10:04 Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um leið og hagstofa Danmerkur birti upplýsingar um hagvöxtinn í morgun tók C20 úrvalsvísitalan dýfu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en hefur nú rétt sig af að nýju. Fyrir árið í fyrra í heild sinni jókst hagvöxtur í Danmörku um 2,1% sem er nokkuð undir spám sérfræðinga. Tölur hagstofunnar sýna að einkaneysla og fjárfestingar jukust en töluvert dró úr samneyslunni og viðskiptum við útlönd sem leiddu til þess að landsframleiðslan endaði í mínus á fjórða ársfjórðungi. Danir koma ekki vel út í samanburðinum við nágrannalönd sín hvað hagvöxt ársins varðar. Þannig nefnir börsen m.a. að hagvöxtur í Svíþjóð varð 5,25% í fyrra og í Þýskalandi nam hann 3,6%. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Landsframleiðsla Danmerkur dróst saman um 0,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Þetta kemur eins og áfall fyrir Dani að sögn danskra viðskipamiðla þar sem reiknað hafði verið með því að hagvöxtur yrði jákvæður um 0,4% á fjórða ársfjórðungi. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um leið og hagstofa Danmerkur birti upplýsingar um hagvöxtinn í morgun tók C20 úrvalsvísitalan dýfu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en hefur nú rétt sig af að nýju. Fyrir árið í fyrra í heild sinni jókst hagvöxtur í Danmörku um 2,1% sem er nokkuð undir spám sérfræðinga. Tölur hagstofunnar sýna að einkaneysla og fjárfestingar jukust en töluvert dró úr samneyslunni og viðskiptum við útlönd sem leiddu til þess að landsframleiðslan endaði í mínus á fjórða ársfjórðungi. Danir koma ekki vel út í samanburðinum við nágrannalönd sín hvað hagvöxt ársins varðar. Þannig nefnir börsen m.a. að hagvöxtur í Svíþjóð varð 5,25% í fyrra og í Þýskalandi nam hann 3,6%.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira