Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 110 dollara á tunnuna. Nú er talið að um helmingur af olíuframleiðslu Líbýu liggi niðri.
Greinandi hjá japanska stórbankanum Nomura segir að ef olíuframleiðslan leggist alveg niður í Líbýu og Alsír megi reikna með því að olíuverðið fari í 220 dollara á tunnuna.
Nokkur olíufélög sem vinna olíu í Líbýa hafa tilkynnt um að þau séu hætt framleiðslunni og hafa flutt starfsfólk sitt á brott frá landinu.
