Miklar verðhækkanir á kaffi eru framundan þrátt fyrir að verð á kaffi sé nú það hæsta undanfarin 30 ár.
Þetta kemur fram í frétt á Financial Times. Þar segir að verð á Arabica kaffi, sem er talið það besta í heimi, hafi hækkað um 2% í vikunni og kosti 2,78 dollara á pundið. Þetta verð hefur ekki verið hærra síðan árið 1977. Reiknað er með að það fari yfir 3 dollara innan skamms.
Ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum er léleg kaffiuppskera á síðasta ári, einkum í Kólombíu. Birgðir af kaffi hafa því sjaldan verið minni í heiminum en um þessar mundir.
Þessi frétt er slæm fyrir Íslendinga enda kom fram hjá fréttastofunni í gær að Íslendingar eru önnur mesta kaffidrykkjuþjóð heimsins.
Miklar verðhækkanir á kaffi framundan
