Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 107 dollara en hún fór yfir 108 dollara um tíma í gærdag. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu nú ekki verið hærra undanfarin tvö og hálft ár.
Olíufyrirtæki í Líbýa hafa dregið verulega úr starfsemi sinni í landinu og eru raunar í óða önn að flytja erlent starfslið sitt á brott.
Samkvæmt frétt um málið á Reuters telja sérfræðingar að olíuverðið eigi eftir að hækka ennfrekar enda ríkir mikil taugaveiklun á markaðinum og eykst hún eftir því sem átökin í Líbýu magnast.
Ekkert lát á verðhækkunum á olíu
