Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 4. mars 2011 21:36 Ryan Amaroso og Renato Lindmets í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira