Dýrmæt stig hjá Fjölni - ÍR vann Hamar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 21:05 Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis. Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90. ÍR-ingar eru þar með nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni en Hamarsmenn eru enn í fallsæti og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni á lokasprettinum. Jafnræði var með liðunum í Grafarvogi fram eftir leik en staðan í hálfleik var 41-35, Fjölni í vil. Undir lok þriðja leikhluta var staðan jöfn, 58-58, þegar að Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í leiknum og tæknivillu þar að auki. Fjölnismenn fengu því fjögur víti og nýtti Ingvaldur Magni Hafsteinsson þrjú þeirra. Fjölnismenn hófu svo fjórða leikhlutann af krafti og komust sjö stigum yfir, 69-62. Eftir það héldu heimamenn forystunni allt til loka og fengu tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir og Tindastóll eru nú bæði með fjórtán stig í 9.-10. sæti deildarinnar en átta efstu liðin í deildinni komst í úrslitakeppnina. Tindastóll hefur þó betur gegn Fjölni í innbyrðisviðureignum liðanna og er því ofar í töflunni. Brandon Brown var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Jón Sverrisson kom næstur með sextán stig og ellefu fráköst. Hjá Tindastóli var Sean Cunningham með 25 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Dragoljub Kitanovic var með sextán stig og Hayward Fain þrettán stig og tólf fráköst. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og útlit fyrir spennandi baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35)Fjölnir: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3.Tindastóll: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain 13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4.Hamar - ÍR 90-103 Leikskýsla hefur ekki borist. Dominos-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90. ÍR-ingar eru þar með nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni en Hamarsmenn eru enn í fallsæti og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni á lokasprettinum. Jafnræði var með liðunum í Grafarvogi fram eftir leik en staðan í hálfleik var 41-35, Fjölni í vil. Undir lok þriðja leikhluta var staðan jöfn, 58-58, þegar að Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í leiknum og tæknivillu þar að auki. Fjölnismenn fengu því fjögur víti og nýtti Ingvaldur Magni Hafsteinsson þrjú þeirra. Fjölnismenn hófu svo fjórða leikhlutann af krafti og komust sjö stigum yfir, 69-62. Eftir það héldu heimamenn forystunni allt til loka og fengu tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir og Tindastóll eru nú bæði með fjórtán stig í 9.-10. sæti deildarinnar en átta efstu liðin í deildinni komst í úrslitakeppnina. Tindastóll hefur þó betur gegn Fjölni í innbyrðisviðureignum liðanna og er því ofar í töflunni. Brandon Brown var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Jón Sverrisson kom næstur með sextán stig og ellefu fráköst. Hjá Tindastóli var Sean Cunningham með 25 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Dragoljub Kitanovic var með sextán stig og Hayward Fain þrettán stig og tólf fráköst. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og útlit fyrir spennandi baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35)Fjölnir: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3.Tindastóll: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain 13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4.Hamar - ÍR 90-103 Leikskýsla hefur ekki borist.
Dominos-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira