Stýrivextir víða orðnir hærri en á Íslandi 2. mars 2011 12:22 Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Rússland (8,0%), Brasilía (11,25%), Taívan (6,75%), Indland (6,5%), Kína (6,06%) og Ungverjaland (6,0%) en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1%, 0,5% í Bretlandi, 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss og svo 0,05% í Japan Nokkur spenna ríkir á markaði yfir því hvað peningastefnunefnd Evrópska seðlabankans mun gera á morgun, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur hennar. Sem kunnugt er hefur hækkandi eldsneytis- og hrávöruverð á alþjóðlegum mörkuðum gert það að verkum að verbólguþrýstingur hefur aukist töluvert að undanförnu í Evrópu, sem og annars staðar, á sama tíma og hjól efnahagslífsins í mörgum ríkjum eru enn í hálfgerðu lamasessi. Almennt er reiknað með því að stýrivextir Seðlabanka Evrópu verði óbreyttir eftir ákvörðunina á morgun en sá verðbólguþrýstingur sem hefur myndast leiðir augljóslega til þess að auknar líkur eru á því að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en ella. Er það því ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram spennu heldur hvort bankinn muni gefa einhverjar vísbendingar um það hvenær hann komi til með að hefja vaxtahækkunarferli sitt. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu, sem m.a. má rekja hækkandi orku- og hrávöruverðs. Má hér til dæmis nefna sænska seðlabankann, Riksbank, sem hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta um miðjan síðasta mánuð. Það var í fimmta sinn frá því í júlí í fyrra sem Riksbank hækkar stýrivexti bankans og eru þeir nú 1,5%. Önnur iðnríki sem hafa hækkað vexti síðasta árið eru m.a. Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og Noregur. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Rússland (8,0%), Brasilía (11,25%), Taívan (6,75%), Indland (6,5%), Kína (6,06%) og Ungverjaland (6,0%) en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1%, 0,5% í Bretlandi, 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss og svo 0,05% í Japan Nokkur spenna ríkir á markaði yfir því hvað peningastefnunefnd Evrópska seðlabankans mun gera á morgun, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur hennar. Sem kunnugt er hefur hækkandi eldsneytis- og hrávöruverð á alþjóðlegum mörkuðum gert það að verkum að verbólguþrýstingur hefur aukist töluvert að undanförnu í Evrópu, sem og annars staðar, á sama tíma og hjól efnahagslífsins í mörgum ríkjum eru enn í hálfgerðu lamasessi. Almennt er reiknað með því að stýrivextir Seðlabanka Evrópu verði óbreyttir eftir ákvörðunina á morgun en sá verðbólguþrýstingur sem hefur myndast leiðir augljóslega til þess að auknar líkur eru á því að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en ella. Er það því ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram spennu heldur hvort bankinn muni gefa einhverjar vísbendingar um það hvenær hann komi til með að hefja vaxtahækkunarferli sitt. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu, sem m.a. má rekja hækkandi orku- og hrávöruverðs. Má hér til dæmis nefna sænska seðlabankann, Riksbank, sem hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta um miðjan síðasta mánuð. Það var í fimmta sinn frá því í júlí í fyrra sem Riksbank hækkar stýrivexti bankans og eru þeir nú 1,5%. Önnur iðnríki sem hafa hækkað vexti síðasta árið eru m.a. Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og Noregur.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira