Hvers vegna ég styð Icesave Bolli Héðinsson skrifar 18. mars 2011 06:00 Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Icesave Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar