Verðbólgan hérlendis enn undir meðallaginu á evrusvæðinu 17. mars 2011 10:36 Verðbólgan hér á landi miðað við samræmda vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu mældist 2,3% í febrúar og hækkar lítillega frá því í janúar en þá var hún 2,2%. Þetta er í annar mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,4% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Eykst verðbólgan því frá fyrri mánuði, en í janúar nam tólf mánaða hækkunartaktur vísitölunnar 2,3%. Verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í febrúar síðastliðnum nam tólf mánaða taktur vísitölunnar 2,8% sem er það sama og hann var mánuðinn á undan. Ekki kemur á óvart að þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í febrúar síðastliðnum eigi rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í febrúar í Rúmeníu (7,6%), næstmest í Eistlandi (5,5%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%). Minnst var verðbólgan í Sviss (0,5%) og svo á Írlandi (0,9%). Þrátt fyrir að verðbólgan sé ekki mikil á Írlandi er þetta mesta verðbólga sem verið hefur þar í landi í tvö ár enda hefur tólf mánaða taktur verðbólgunnar þar í landi oftar en ekki verið neikvæðum formerkjum á tímabilinu. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólgan hér á landi miðað við samræmda vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu mældist 2,3% í febrúar og hækkar lítillega frá því í janúar en þá var hún 2,2%. Þetta er í annar mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,4% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Eykst verðbólgan því frá fyrri mánuði, en í janúar nam tólf mánaða hækkunartaktur vísitölunnar 2,3%. Verðbólgan er nokkuð meiri ef miðað er við allt Evrópska efnahagssvæðið (EES), en í febrúar síðastliðnum nam tólf mánaða taktur vísitölunnar 2,8% sem er það sama og hann var mánuðinn á undan. Ekki kemur á óvart að þessi tólf mánaða hækkun á samræmdu vísitölunni í febrúar síðastliðnum eigi rætur sínar að rekja til hækkunar orkuverðs á tímabilinu. Er þessi aukning verðbólgunnar því augljóslega ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu í ríkjum evrusvæðisins, eða EES í heild. Af löndum EES var verðbólgan mest í febrúar í Rúmeníu (7,6%), næstmest í Eistlandi (5,5%) og þriðja mest í Búlgaríu (4,6%). Minnst var verðbólgan í Sviss (0,5%) og svo á Írlandi (0,9%). Þrátt fyrir að verðbólgan sé ekki mikil á Írlandi er þetta mesta verðbólga sem verið hefur þar í landi í tvö ár enda hefur tólf mánaða taktur verðbólgunnar þar í landi oftar en ekki verið neikvæðum formerkjum á tímabilinu.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira