Robert Tchenguiz íhugar málaferli gegn SFO 15. mars 2011 07:23 Breski auðmaðurinn Robert Tchenguiz, fyrrum stærsti viðskiptavinur Kaupþings, íhugar nú málaferli gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO). Fjallað er um málið í Financial Times en þar kemur fram að Robert Tchenguiz sé æfur af reiði vegna handtöku hans og Vincent bróður síns í síðustu viku. Robert segir að hann hafi margoft boðið SFO að ræða við hana um samskipti sín og Kaupþings. Nú muni hann gera allt sem hægt er til að sýna fram á að það hafi verið rangt að handtaka þá bræður og að SFO muni verða dregin til ábyrgðar á gjörðum sínum. Fram kemur í viðtalinu við Robert að lögmaður hans hafi haft samband við SFO þegar á árinu 2009 með boð um samvinnu og að það boð hafi verið ítrekað í fyrra. Þá segir Robert að aðgerðir lögreglunnar í síðustu viku hafi verið gagnslausar því ef hann hefði viljað eyða gögnum hefði hann gert slíkt fyrir löngu síðan. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breski auðmaðurinn Robert Tchenguiz, fyrrum stærsti viðskiptavinur Kaupþings, íhugar nú málaferli gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO). Fjallað er um málið í Financial Times en þar kemur fram að Robert Tchenguiz sé æfur af reiði vegna handtöku hans og Vincent bróður síns í síðustu viku. Robert segir að hann hafi margoft boðið SFO að ræða við hana um samskipti sín og Kaupþings. Nú muni hann gera allt sem hægt er til að sýna fram á að það hafi verið rangt að handtaka þá bræður og að SFO muni verða dregin til ábyrgðar á gjörðum sínum. Fram kemur í viðtalinu við Robert að lögmaður hans hafi haft samband við SFO þegar á árinu 2009 með boð um samvinnu og að það boð hafi verið ítrekað í fyrra. Þá segir Robert að aðgerðir lögreglunnar í síðustu viku hafi verið gagnslausar því ef hann hefði viljað eyða gögnum hefði hann gert slíkt fyrir löngu síðan.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira