Á barnið að borga Icesave III? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 29. mars 2011 13:08 Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun