Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum 29. mars 2011 09:18 Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira