Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 14:15 Fannar á von á hörkuleik í kvöld en lofar að hann muni hvergi gefa eftir. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira