En hvað með Gunnu og Jón, Guðmundur? Viktor J. Vigfússon skrifar 28. mars 2011 10:18 Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson spyr í Fréttablaðinu þann 21. mars s.l. hvort einvörðungu breskir og hollenskir skattborgarar eigi að borga „skuldir óreiðumanna". Hann nefnir til leiks Heychen, tannsmið í Eindhoven og Maureen, skrifstofumær í Birmingham, bæði óviðkomandi fjármálasukkinu á Íslandi, og telur eðlilega ekki mikið réttlæti í að þau beri kostnað af Icesave málinu. En er Guðmundur ekki að gleyma Gunnu og Jóni? Hvorki Gunna, tamningamær á Dalvík og aðdáandi Arsenal, né Jón, járnsmiður í Reykjavík og aðdáandi Hollandsdrottningar, voru „mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum". Er sanngjarnt að þau og aðrir íslenskir skattborgarar taki á sig allt tjónið? Gunna og Jón eru auðvitað af sama þjóðerni og ýmsir bankamenn, embættismenn og stjórnmálamenn sem stóðu sig ekkert sérstaklega vel, sýndu afglöp í starfi eða frömdu jafnvel glæpi. Eru Jón og Gunna þar með samsek? Rétt er að halda því til haga að lífeyrissjóður Gunnu skrapp saman um þriðjung í hruninu, auk þess sem stór hluti af sparifé hennar tapaðist (örugga ávöxtunin sem bankamenn töldu henni trú um reyndist langt því frá áhættulaus). Tekjur Jóns hafa skerst töluvert, íbúðalánið hækkað upp úr öllu valdi og hann sér fram á stöðugt hækkandi skattgreiðslur til að fjármagna óráðsíu annarra. En kannski er þetta ekki næg refsing fyrir að vera Íslendingur. Verða kannski á endanum allir að einhverju leiti að axla ábyrgð og taka afleiðingum af gjörðum annarra? Verða kannski Heychen og Maureen að bíta í það súra epli að hljóta skaða af vanrækslu breskra og hollenskra eftirlitsstofnana varðandi Icesave? Verða þau kannski að bera kostnað af þeirri ákvörðun þarlendra yfirvalda að bæta Icesave innistæðueigendum umfram 20.000 evru lágmarkstrygginguna? Verður kannski Maureen að taka einhverja ábyrgð á því að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum á Ísland, lýsti landið gjaldþrota og juku þar með verulega á skaðann? En kannski skipta þessar vangaveltur í raun litlu máli. Það er nefnilega ein niðurstaða sem Heychen, Maureen, Gunna og Jón gætu sammælst um að væri sú sanngjarnasta af öllum. Sú niðurstaða að ekkert þeirri borgi Icesave skuldir. Hvernig fæst slík niðurstaða? Með setningu neyðarlaganna voru Icesave og aðrir innlánsreikningar færðir í forgang krafna. Íslensk stjórnvöld bættu þannig hag Icesave innistæðueigenda. Þótt gert sé mjög varfærið mat á eignum þrotabús Landsbankans þá munu Bretar og Hollendingar fá greitt sem nemur þeirri lágmarksupphæð sem átti að vera tryggð á Icesave reikningunum. Þeir munu meira að segja fá greiðslur frá þrotabúinu umfram þann vaxtakostnað sem hlaust af því að borga lágmarksupphæðina strax til innistæðueigenda sem ætluðu að ávaxta evrur sínar og pund rækilega með Icesave. Þetta gerist án aðkomu Jóns og Gunnu. Eina vandamálið fyrir Heychen og Maureen er að breskir og hollenskir pólitíkusar ákváðu einhliða að endurgreiða innistæðueigendum umfram lágmarkið. Eitthvað af því gæti lent á þeim og öðrum þarlendum skattgreiðendum – svo sem eins og nokkrar evrur á haus. Gunna og Jón geta hins vegar hafnað auknum álögum vegna Icesave, sem gætu numið nokkrum þúsundum evra á haus, með því að segja nei í kosningunum þann 9. apríl.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun