Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar 21. mars 2011 20:55 Kelly Biedler var öflugur í liði ÍR í kvöld. Mynd/Valli ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36
Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga