AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum 21. mars 2011 09:56 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira