Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2011 20:57 Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2
Dominos-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira