Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 4. apríl 2011 21:16 Pavel Ermolinskij og Magnús Þór Gunnarsson takast hér á. Þeir áttu báðir góðan leik í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn