Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi 19. apríl 2011 11:26 Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira