Danskur sérfræðingur í fjársvikamálum segist aldrei séð annað eins. Málið snýst um 24 ákærða einstaklinga, milljóna fjársvik hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur og eignaupptöku á þyrlu, vopnum og dýrum bílum.
Þetta er upphaf fréttar í Jyllands Posten undir fyrirsögninni: Fjársvik af áður óþekktu umfangi. Fyrrgreind upptalning nær aðeins yfir hluta af því sem gekk á þegar klíka 24 einstaklinga skipulagði og framkvæmdi fjársvik sem stóðu yfir árum saman í Danmörku.
Kim K. Jeppesen lektor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar og sérfræðingur í fjársvikum segir að hann hafi aldrei séð mál af þessari stærðargráðu áður. Kerfið sem klíkan notaði við fjársvikin hafi einnig verið mjög óvenjulegt. Klíkan hafi byrjað smátt en síðan hafi svikin hlaðist upp eftir því sem þau stóðu lengur.
Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á klíkunni má nefna Topdanmark, Novo Nordisk og Lundbeck. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni snérust fjársvikin m.a. um að reikningar voru sendir inn til átta stórfyrirtækja fyrir vörum sem ekki voru til. Þessir reikningar voru svo samþykktir af lykilpersónum í viðkomandi fyrirtækjum, persónum sem tilheyrðu klíkunni.
Jeppesen segir að þessi svik hafi getað staðið árum saman vegna samvinnu birgja sem seldu „vörurnar“ og þeirra sem tóku á móti reikningunum fyrir þær. Erfitt geti verið fyrir endurskoðendur að komast til botns í málum sem þessum þegar slík samvinna er til staðar.
Lögreglan vill ekki gefa upp hverjir einstaklingarnir 24 eru en stór hluti þeirra á sér sameiginlega fortíð sem fyrrum starfsmenn gjaldþrota fyrirtækis . Þar að auki er stór hluti hópsins með sömu menntun frá sama skóla.
Rannsaka umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur

Mest lesið

Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182
Viðskipti innlent

Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift
Viðskipti innlent

Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna
Viðskipti innlent

Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan
Atvinnulíf

Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO
Viðskipti innlent

Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir
Viðskipti innlent

Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar
Viðskipti innlent

Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum?
Viðskipti innlent

Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs
Viðskipti innlent

Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig
Viðskipti erlent