Ríkustu menn Bretlands verða ríkari 9. maí 2011 08:47 Laksmi Mittal heldur sæti sínu á toppnum. MYND/AP Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira