Magma Energy eigandi HS Orku skilaði 9 milljón dollara, eða um eins milljarðs króna, hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 142 þúsund dollurum.
Í yfirliti um uppgjörið segir að heildartekjur félagsins hafi numið tæpum 19 milljónum dollara á fjórðungnum en á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar aðeins tæpum 1,3 milljónum dollara.
Þá tilkynnti félagið fyrir helgina að nýtt nafn félagsins hafi formlega tekið gildi. Hér eftir heitir félagið Alterra Power í framhaldi af því að búið er að sameina Magma og kanadíska orkufyrirtækið Plutonic Power.
Hagnaður Magma var milljarður á fyrsta ársfjórðungi
