Axcel með einn mesta hagnað í sögu Danmerkur 12. maí 2011 10:29 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46
Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09