Innsláttarvilla kostar Goldman Sachs 5 milljarða 31. maí 2011 11:06 Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira