Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið. Stendur verðið nú í 2.607 dollurum á tonnið á markaðinum í London og hefur hækkað um ríflega 100 dollara frá því í síðustu viku.
Eins og sést af línuritinu með þessari frétt hefur álverðið sveiflast töluvert í maí mánuði. Verðið fór í tæplega 2.800 dollara á tonnið í upphafi mánaðarins en gaf síðan hraustlega eftir eins og raunar önnur hrávara sem mæld er í dollurum. Neðst fór verðið í undir 2.500 dollara í síðustu viku.
Álverðið hefur verið mjög hátt undanfarið samanborið við meðalverð þess á síðasta ári sem var 2.197 dollarar á tonnið. Meðalverðið á síðasta ári var svo töluvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu spáð því í upphafi ársins að það yrði rétt rúmir 1.900 dollarar á tonnið.
Álverðið aftur á uppleið

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent