Elsta kampavín heimsins sló verðmet 5. júní 2011 07:41 Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira